Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap hjá Böðvari og félögum

Böðvar lék í tapi Jagiellonia Bialystok í Póllandi í dag.

Böðvar Böðvarsson og félagar í Jagiellonia Bialystok töpuðu í dag fyrir Zaglebie Lubin í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar, 2-0.

Böðvar var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok í leiknum og spilaði allar mínúturnar.

Zaglebie Lubin skoraði snemma leiks, á 6. mínútu, og tvöfaldaði forystuna eftir tæpan hálftíma leik.

Böðvar og félagar voru í dag að leika sinn þriðja leik í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar sem hófst fyrir nokkrum vikum. Efstu átta liðin frá því í vetur leika í efra umspilinu um meistaratitilinn á meðan neðstu átta eru í fallriðli.

Lið Böðvars, Jagiellonia, er í fjórða sætinu í efra umspilinu með 51 stig þegar fjórir leikir eru eftir. Liðið komst fyrir tveimur vikum í úr­slit pólska bik­ars­ins og leika til úrslita gegn Lechia Gdansk á fimmtudaginn í næstu viku.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun