Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sverrir vann Íslend­inga­slag­inn

Sverrir Ingi hafði betur í Íslendingaslag í Grikklandi.

Sverrir Ingi Ingason og liðfélagar í PAOK unnu 2-1 útisigur á liði AE Larissa, með Ögmund Kristinsson innanborðs, í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Sverrir Ingi og Ögmundur voru báðir í byrjunarliðum sinna liða og léku allan leikinn. Dimitrios Limnios og Douglas Augusto skoruðu mörk PAOK í fyrri hálfleiknum en Theocharis Iliadis minnkaði muninn fyrir AE Larissa niður í eitt mark í síðari hálfleik. Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald undir lok leiksins.

PAOK er áfram í öðru sæti deildarinnar og er með 58 stig þegar leiknar hafa verið 24 umferðir. Olympiacos er í toppsætinu með 60 stig.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi APOEL frá Nikósíu er liðið vann góðan 4-1 sigur á heimavelli gegn Apollon í kýpversku A-deildinni. Björn Bergmann hefur ekki verið með í síðustu leikjum vegna meiðsla en APOEL fór með sigrinum upp í annað sætið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun