Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sverrir skoraði tvö í sigri og fór á topp­inn

Sverrir Ingi held­ur áfram frá­bærri spila­mennsku sinni fyr­ir PAOK í Grikklandi.

Mynd/paokvoice.com

Sverrir Ingi Ingason heldur áfram að slá í gegn með liði sínu PAOK í Grikklandi en hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins gegn Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Vieirinha kom PAOK yfir á 13. mínútu leiksins en Sverrir Ingi tvöfaldaði forystuna á 34. mínútu þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi, áður en hann bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir leikhlé, á 41. mínútu, með skalla eftir góða aukaspyrnu utan af velli.

Karol Swiderski skoraði fjórða mark PAOK á 53. mínútu úr vítaspyrnu. Roland Ugrai minnkaði muninn fyrir Atromitos þremur mínútum síðar, en Josip Misic rak svo síðasta naglann í kistu Atromitos á 82. mínútu. Lokatölur urðu 5-1, PAOK í vil.

PAOK er þar með komið upp í toppsæti grísku úrvalsdeildarinnar með 40 stig og er tveimur stigum á undan Olymp­iacos, sem gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Volos.

Sverrir Ingi hef­ur held­ur bet­ur sett mark sitt á grísku úrvalsdeildina en hann hefur spilað 10 deildarleiki í röð fyrir PAOK og í þeim skorað fjögur mörk. PAOK hefur haldið sjö sinnum hreinu og aðeins fengið á sig fjögur mörk með Sverri í vörninni á tímabilinu.

Sjá einnig: Sverrir leikmaður mánaðar­ins hjá PAOK

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið