Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sverrir Ingi skoraði í toppslagn­um – Sjáðu markið

Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.

PAOK og Olympiacos urðu að sætta sig við skiptan hlut þegar liðin mættust í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á heimavelli Olympiacos og lokatölur urðu 1-1.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir PAOK og kom liðinu yfir á 29. mínútu leiksins þegar hann fylgdi eftir eigin skallatilraun og skoraði af stuttu færi, sem má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Heima­menn í Olympiacos mættu svo tví­efld­ir til leiks eft­ir leikhlé og uppskáru jöfnunarmark á 64. mínútu og var það gert úr vítaspyrnu sem Mathieu Valbuena skoraði úr.

Með sigri hefði PAOK náð tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þess í stað er PAOK áfram í öðru sæti með 28 stig, jafnmörg og Olympiacos, sem hefur betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið