Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sverrir Ingi opnaði marka­reikn­ing­inn með PAOK

Sverrir Ingi opnaði marka­reikn­ing sinn með gríska liðinu PAOK.

Mynd/to10.gr

Sverrir Ingi Ingason skoraði sitt fyrsta mark fyrir gríska liðið PAOK þegar það gerði 1-1 jafntefli við Al-Taawoun frá Sádi-Arabíu í æfingaleik í Hollandi í dag.

Hann skoraði markið sitt á 81. mínútu leiksins en það má sjá neðst í fréttinni.

Sverrir Ingi, sem er 25 ára, gekk í raðir PAOK í lok janúar þar sem hann var keyptur frá rússneska félaginu Rostov fyrir tæpar fjórar milljónir evra.

Sverrir Ingi lék sex leiki fyrir PAOK á síðustu leiktíð og varð tvöfaldur meistari með liðinu. Aðeins einn þeirra leikja var í grísku úrvalsdeildinni en hann lék alla bikarleiki liðsins síðan hann kom til félagsins og hjálpaði liði sínu að landa bikartitlinum.

Keppni í grísku úrvalsdeildinni hefst á ný eftir einn mánuð og í fyrstu umferðinni mun PAOK fá liðið Poanetolikos í heimsókn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið