Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sverrir Ingi og félagar meistarar í Grikklandi

Sverrir Ingi og liðsfélagar hans í PAOK eru grískir meistarar.

Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í PAOK eru grískir meistarar eftir 5-0 sigur á Levadiakos á heimavelli í dag. Sverrir sat allan tímann á varamannabekk PAOK í leiknum.

Þegar aðeins ein umferð er eftir í grísku úrvalsdeildinni er PAOK með fimm stiga forskot á Olympiacos, sem er í 2. sæti.

Sverrir Ingi, sem gekk til liðs við PAOK í janúarmánuði, hefur ekki enn leikið fyrir PAOK í deildinni. Hann hefur spilað nokkra bikarleiki en næsta fimmtudag mun liðið spila seinni leikinn í viðureigninni við Asteras Tripolis í undanúrslitum grísku bikarkeppninnar. PAOK leiðir einvígið 2-0 eftir fyrri leikinn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið