Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sverrir Ingi lék fyrsta deild­ar­leik­inn

Sverrir Ingi spilaði í dag sinn fyrsta deild­ar­leik fyr­ir gríska liðið PAOK.

Mynd/Sport24

Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta deild­ar­leik fyr­ir gríska liðið PAOK sem hrósaði 0-2 útisigri gegn PAS Giannina í síðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar í dag.

Sverrir Ingi og félagar tryggðu sér gríska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi eftir 5-0 sigur á Levadiakos.

Sverrir Ingi hafði fyrir leikinn aðeins leikið bikarleiki fyrir PAOK en hann var í dag mættur í byrjunarlið liðsins og lék allan leikinn. Hann fékk gult spjald á 73. mínútu leiksins.

Ekkert mark leit dagsins ljós í fyrri háfleik en eftir rúman klukkutíma leik kom Chuba Akpom PAOK á bragðið og á 79. mínútu skoraði Yevhen Shakhov annað mark liðsins.

Sverrir Ingi spilaði í vikunni með PAOK þegar liðið komst áfram í úrslit grísku bikarkeppninnar eftir að hafa unnið Asteras Tripolis 2-0 samanlagt í undanúrslitum. PAOK mætir AEK í Aþenu í bikarúrslitum næsta laugardag.

Ögmundur og félagar í erfileikum með Olympiacos

Landsliðsmarkmaðurinn Ögmundur Kristinsson var á sínum stað í marki AE Larissa sem spilaði í dag við Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni.

Ögmundur og félagar voru á heimavelli í dag en áttu í erfileikum með næstbesta lið deildarinnar, Olympiacos, sem vann leikinn 0-3.

Ögmundur hefur á sinni fyrstu leiktíð með liðinu staðið sig mjög vel. Hann hefur náð að halda markinu hreinu í ellefu skipti á leiktíðinni.

Í vikunni greindum við frá því að tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Kayserispor væri með augastað á Ögmundi sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá AE Larissa.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun