Umfjöllun
Sverrir Ingi kom inn á í sigurleik
Sverrir Ingi kom inn á sem varamaður í sigri PAOK í Grikklandi.
-
-
eftir
Íslendingavaktin
Sverrir Ingi Ingason kom inn á sem varamaður í fyrri háfleik þegar PAOK lagði Panionios að velli í kvöld, 2-1, í 2. umferð grísku úrvalsdeildarinnar.
Sverrir Ingi hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn af bekknum á 38. mínútu fyrir Fernando Varela sem varð fyrir meiðslum og var borinn af velli.
Chuba Akpom skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu og staðan í leikhléi var 1-0 fyir PAOK.
Eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik tókst Panionios að metin en á 74. mínútu skoraði Karol Swiderski fyrir PAOK og það mark reyndist sigurmarkið. Lokatölur 2-1, PAOK í vil.
Ögmundur Kristinsson stóð þá í marki AE Larissa í kvöld þegar liðið tók á móti stórliði Olympiaos.
Ögmundur og samherjar hans þurftu að sætta sig 1-0 tap. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem Mathieu Valbuena skoraði úr. Ögmundi tókst ekki verja vítið í þetta skiptið en hann varði víti í fyrstu umferð deildarinnar þegar hann tryggði liði sínu stig um síðustu helgi.
Sverrir Ingi og félagar í PAOK eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar á meðan Ögmundur og samherjar hans eru aðeins með eitt stig.

Ekki missa af
-
Umfjöllun
/ 5 dagar síðanSamúel Kári bikarmeistari með Viking
Samúel Kári varð í dag norskur bikarmeistari með Viking.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 6 dagar síðanÁrni skoraði tvö og lagði eitt upp
Árni átti í dag frábæran leik fyrir Kolos Kovalivka en hann skoraði tvö mörk...
eftir Íslendingavaktin