Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sverrir Ingi í bikarúrslit í Grikklandi

Sverrir Ingi og sam­herj­ar hans í PAOK leika til úr­slita í grísku bikarkeppninni.

Mynd/PAOK

Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í PAOK mættu Asteras Tripolis í seinni leik liðanna í grísku bikarkeppninni í dag. Sverrir Ingi var í byrjunarliði PAOK og spilaði allan leikinn.

Leikurinn í dag endaði með markalausu jafntefli en PAOK sigraði fyrri leikinn 2-0 heimavelli og er því komið áfram í úrslit grísku bikarkeppninnar.

Sverrir Ingi og félagar tryggðu sér gríska meistaratitilinn um síðustu helgi eftir 5-0 sigur á Levadiakos þegar einni umferð er ólokið í deildinni. Liðið getur því unnið tvöfalt á þessari leiktíð.

Sverrir Ingi, sem gekk í raðir PAOK í lok janúar, var að leika sinn fimmta leik með félaginu eftir að hafa verið keyptur frá rússneska félaginu Rostov. Hann á enn eftir að leika í grísku úrvalsdeildinni með PAOK.

PAOK spilar annað hvort við Lamia eða AEK frá Aþenu í úrslitum grísku bikarkeppninnar. AEK er með 2-0 forystu í einvíginu eftir fyrri leikinn en liðin mætast í seinni leiknum í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun