Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sverrir enn og aft­ur með góðan leik

Sverrir Ingi hélt enn og aft­ur hreinu þegar PAOK fagnaði sigri í kvöld.

Mynd/sport24.gr

Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans í gríska liðinu PAOK unnu 1-0 heimasigur á AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eina mark leiksins kom á 57. mínútu og það gerði Vieirinha með marki úr vítaspyrnu. Sverrir Ingi var í byrjunarliði PAOK og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Sverrir Ingi átti góðan leik að mati gríska miðilsins SDNA og fékk þar 7 í ein­kunn. Hann hefur spilað 13 deildarleiki fyrir PAOK á leiktíðinni og í þeim skorað fjögur mörk, ásamt því að leggja upp eitt mark. Auk þess hefur hann lokað vörninni í átta leikjum.

PAOK er áfram í öðru sæti grísku úrvalsdeildarinnar og fór með sigrinum upp í 43 stig. Olympiacos er í toppsætinu með einu stigi meira eftir 18 umferðir.

Rúnar á bekknum

Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekknum hjá Dijon þegar liðið vann 1-0 sigur á Lille í frönsku úrvalsdeildinni.

Alfred Gomis varði markið hjá Dijon, eins og í síðustu leikjum. Dijon er í 16. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 20 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun