Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Svekkj­andi tap hjá Excelsior

Elías Már lék í svekkjandi tapi Excelsior.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior og lék allan leikinn þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt fyrir varaliði PSV, 2-1, í hollensku B-deildinni í kvöld.

Excelsior hóf leikinn ekkert sérlega vel en leikmaður liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 17. mínútu. Liðið komst hins vegar yfir með marki rétt undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 í hálfleik.

Þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka jafnaði varalið PSV metin og allt virt­ist stefna í jafntefli þegar leikurinn var við það að fjara út. Allt kom hins veg­ar fyr­ir ekki, því varaliðið skoraði sigurmark í uppbótartímanum.

Excelsior er nú í 8. sæti deild­ar­inn­ar með 36 stig eftir 23 umferðir. Tvö efstu liðin fara upp um deild í vor á meðan liðin í 3.-8. sæti fara í umspil um laust sæti. Elías Már hefur skorað átta mörk á leiktíðinni.

Í þýsku C-deildinni var Andri Rúnar Bjarnason ekki í leikmannahópi Kaiserslautern er liðið gerði markalaust jafntefli við Sonnenhof Großaspach. Kaiserslautern er í 10. sæti eftir 21 leik.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun