Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Svekkj­andi tap hjá Böðvari í bikarúrslitum – Sigurmarkið kom í uppbótartíma

Böðvar Böðvarsson og félagar hans í Jagiellonia Bialystok máttu í dag þola svekkjandi tap í bikarúrslitum í Póllandi.

Böðvar Böðvarsson og liðsfélagar hans í Jagiellonia Bialystok máttu í dag þola svekkjandi tap gegn Lechia Gdansk, 0-1, í bikarúrslitum pólsku bikarkeppninnar en markið kom á sjöttu mínútu uppbótartímans í síðari hálfleik. Tæplega fimmtíu þúsund áhorfendur voru á leiknum. 

Lechia Gdansk var ekki einungis að tryggja sér pólska bikarinn í dag, því liðið fær að auki umspilssæti í Evrópudeildinni og alls þrjár milljónir pólskra slota, jafnvirði nærri 100 milljóna króna. Lechia Gdansk var í dag í annað skiptið að vinna pólsku bikarkeppnina.

Böðvar lék í stöðu vinstri bakvarðar í leiknum og spilaði allar mínúturnar.

Lið Böðvars, Jagiellonia, á fjóra leiki eftir í efra umspili pólsku úrvalsdeildiarinnar á tímabilinu og er í fjórða sætinu með 51 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun