Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Svekkj­andi jafn­tefli hjá Aroni

Aron Einar lék all­an leik­inn fyr­ir Al-Arabi í dag þegar liðið gerði jafntefli í katörsku úrvalsdeildinni.

Mynd/Al-Arabi

Al-Arabi gerði jafntefli við Umm Salal, 1-1, á heimavelli sínum í katörsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var liður í 14. umferð deildarinnar og Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni fyrir Al-Arabi.

Staðan í hálfleik var marka­laus, en á 64. mín­útu dró til tíðinda þegar Þjóðverjinn Pierre-Michel Lasogga kom Al-Arabi yfir. Markið má sjá hér að neðan.

Það voru hins vegar gest­irn­ir í Umm Salal sem áttu loka­orðið í leiknum en liðið jafnaði metin fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma með marki frá Raul Becerra.

Al-Arabi í 5. sæti deildarinnar og með 19 stig. Liðið hefur einungis unnið einn af síðustu níu deildarleikjum sínum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun