Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sveinn Aron skoraði í sigri Spezia

Sveinn Aron var á skotskónum í sigri Spezia.

Mynd/cittadellaspezia.com

Sveinn Aron Guðjohnsen var á skotskónum í sigri Spezia gegn Frosinone þegar liðin áttust við í ítölsku B-deildinni í kvöld.

Sveinn Aron kom Spezia á bragðið þegar hann skoraði fyrra mark liðsins í fyrri hálfleik. Þetta var annað deildarmark hans á leiktíðinni en markið skoraði hann af stuttu færi á 26. mínútu leiksins. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Sofian Bidaoui innsiglaði síðan sigur Spezia með marki í uppbótartíma og liðið fagnaði 2-0 sigri á heimavelli sínum. Sveinn Aron lék allan leikinn.

Með sigrinum fór Spezia upp í 16. sæti deildarinnar og í 15 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið