Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sveinn Aron skoraði fyrir Ravenna

Sveinn Aron skoraði í dag fyrir Ravenna í ítölsku C-deildinni.

Skjáskot af Youtube-rás Ravenna.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom í dag inn á sem varamaður og skoraði eitt mark fyrir Ravenna sem hafði betur gegn Alma Juventus Fano, 3-0, í ítölsku C-deildinni í dag.

Sveinn kom inn á í leiknum á 66. mínútu leiksins og rétt undir lok leiks gerði hann sér lítið fyrir og skoraði flott mark upp úr hornspyrnu. Þetta var því hans fyrsta mark fyrir félagið.

Hann kom til félagsins á lánssamningi í janúarmánuði frá Spezia, sem leikur í B-deildinni á Ítalíu.

Sveinn hefur ekki enn verið í byrjunarliðinu með Ravenna, en hann hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður með liðinu.

Sveinn, sem er 20 ára, á að baki samtals tuttugu landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

 

View this post on Instagram

 

Loksins kom fyrsta markið á Ítalíu 🥳

A post shared by Sveinn Aron Gudjohnsen (@sveinngudjohnsen) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið