Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sveinn Aron lék í kort­er í sig­ur­leik

Sveinn Aron var í sigurliði Spezia sem lagði Salernitana að velli.

ÍV/Getty

Spezia vann 2-1 heimasigur á Salernitana í ítölsku B-deildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen var á meðal varamanna Spezia og kom inn af bekknum á 75. mínútu leiksins. Hann lék því síðasta korterið í leiknum.

Staðan í hálfleik var 1-0, Spezia í vil en liðið tvöfaldaði forystu sína á 83. mínútu, áður en Salernitana tókst að minnka muninn fyrir leikslok.

Spezia er í 12. sæti deildarinnar af tuttugu liðum og hefur verið að fjarlægjast fallsætin. Spezia er þó aðeins tveimur stigum á undan Empoli, sem situr í umspilssæti um að forðast fall. Stutt er á milli liða í neðri hluta deildarinnar.

Sveinn Aron hefur á tímabilinu leikið 10 leiki fyrir Spezia í öllum keppnum og í þeim skorað þrjú mörk og lagt upp tvö.

Theodór Elmar Bjarnason var fyrr í dag ekki í leikmannahópi Akhisarspor sem tapaði 1-0 fyrir Keciorengucu í tyrknesku B-deildinni. Akhisarspor er í 5. sæti deildarinnar, en efstu tvö liðin fara beint upp um deild og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun