Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sveinn Aron lagði upp sigurmark Ravenna

Sveinn Aron átti stoðsendingu í 1-2 sigri Ravenna í ítölsku C-deildinni í kvöld.

Mynd/.ilrestodelcarlino.it

Ravenna vann dramatískan sigur gegn Virtus Verona í ítölsku C-deildinni í kvöld.

Liðin mættust á heimavelli Virtus Verona og Ravenna náði skora eitt mark rétt fyrir leikhlé. Þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik jafnaði Virtus Verona metin í 1-1.

Sveinn Aron Guðjohnsen er á mála hjá Ravenna og hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins.

Sveinn Aron gekk til liðs við Ravenna í janúarmánuði á láni frá ítalska B-deildarliðinu Spezia. Hann hefur byrjað einn leik með Ravenna en hefur nú komið sjö sinnum við sögu sem varamaður.

Þegar Sveinn var búinn að vera inn á vellinum í aðeins eina mínútu í kvöld þá lagði hann upp mark fyrir liðsfélaga sinn Simone Raffini. Það mark reyndist vera sigurmarkið í leiknum og 1-2 sigur staðreynd hjá Ravenna, sem er í 7. sæti af 20 liðum í B-riðli ítölsku C-deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun