Fylgstu með okkur:

Fréttir

Sveinn Aron í liði um­ferðar­inn­ar

Sveinn Aron er í liði um­ferðar­inn­ar eftir frábæra frammistöðu um helgina.

ÍV/Getty

Sveinn Aron Guðjohnsen er í liði um­ferðar­inn­ar í ítölsku B-deildinni hjá miðlinum Serie B News.

Sveinn Aron kom inn á sem varamaður og átti magnaða innkomu í síðari hálfleik þegar lið hans Spezia lagði Pescara að velli, 2-1, um liðna helgi.

Sveinn Aron lagði upp mark fyrir liðsfélaga sinn í leiknum og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Sveinn annað mark Spezia sem reyndist sigurmark leiksins.

Þetta var annar sigur Spezia á leiktíðinni og með sigrinum fór liðið upp í 17. sætið og í 7 stig.

 

View this post on Instagram

 

🤓

A post shared by Sveinn Aron Gudjohnsen (@sveinngudjohnsen) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir