Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Svava skoraði er Kristianstad komst í undanúrslit

Svava Rós skoraði í dag fyrir Kristianstad er liðið komst í undanúrslit.

Svava Rós í leik með Íslandi gegn Skotlandi á Algarve-mótinu í síðustu viku. ÍV/Getty

Svava Rós Guðmunds­dótt­ir var á skotskónum í dag með liði sínu Kristianstad sem komst áfram í undanúrslit í bikarkeppni kvenna í Svíþjóð eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Rosengård. Svava gerði seinna mark Kristianstad í leiknum, sem kom á 60. mínútu leiksins.

Um var að ræða lokaleik í riðli tvö hjá liðunum. Þau enduðu bæði með sjö stig, en Kristianstad fer áfram með betri markatölu.

Sif Atladóttir lék allan tímann fyrir Kristianstad í leiknum og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur var skipt inn á þegar 63. mínútur voru liðnar af leiknum. Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir lék svo allan tímann með Rosengård.

Anna Rakel Pétursdóttir var einnig í eldlínunni í sömu keppni með liði sínu Linköping, sem beið lægri hlut fyrir Gautaborg, 3-0, og er því úr leik.

Andrea Thorisson kom þá inn á sem varamaður hjá Limhamn Bunkeflo sem náði að sigra Kalmar, 2-1, en það dugði ekki til að komast áfram í undanúrslit.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun