Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Svava Rós skoraði fyrir Kristianstad

Svava Rós skoraði fyrir Kristianstad þegar liðið gerði jafntefli í Svíþjóð í dag.

Svava Rós skoraði eitt mark í dag. ÍV/Getty

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði fyrir Kristianstad þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Goteborg á heimavelli í dag í sænsku úrvalsdeildinni.

Svava Rós gerði seinna mark liðsins rétt fyrir leikhlé á 44. mínútu. Goteborg komst á bragðið á 23. mínútu en Kristianstad jafnaði metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu.

Eftir klukkutíma leik jafnaði Goteborg metin í 2-2, sem urðu lokatölur leiksins.

Svava Rós var tekin af velli á 65. mínútu en Sif Atladóttir var allan tímann í vörninni hjá Kristianstad í leiknum og þá spilaði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir síðustu mínúturnar sem varamaður.

Kristianstad er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig eftir þrjá leiki.

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði einnig í dag fyrir Linkopings sem tapaði 2-0 fyrir Vittsjo á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni. Hún fór af velli á 69. mínútu leiksins. Linkopings er í 2. sæti með 6 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun