Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Svava Rós með mark og stoðsend­ingu í stór­sigri

Svava Rós skoraði eitt af fimm mörk­um Kristianstad og lagði upp annað í stórsigri liðsins í dag.

ÍV/Getty

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt af fimm mörk­um Kristianstad og lagði upp annað í 5-0 stórsigri liðsins gegn Kungsbacka í sænsku úrvalsdeildinni í dag sem hófst á ný eft­ir hlé vegna HM.

Svava Rós lagði upp annað mark Kristianstad í leiknum og skoraði þriðja mark liðsins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en staðan var 3-0 í leikhléinu.

Kristianstad spýtti síðan enn frek­ar í lófana og bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Svava Rós lék fyrri hálfleikinn fyrir Kristianstad og Sif Atladóttir spilaði rúman klukkutíma leik með liðinu í dag.

Kristianstad er komið í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, aðeins einu stigi á eftir toppliði Kopparbergs/Göteborg sem á leik til góða.

Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku allan tímann með Djurgården sem sigraði Limhamn Bunkeflo, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Markið hjá Djurgården kom í uppbótartíma síðari hálfleiks. Andrea Thorisson spilaði síðustu mínúturnar fyrir Limhamn Bunkeflo í leiknum.

Djurgården, sem var að vinna sinn annan leik í röð í deildinni, er í 8. sæti deildarinnar með 9 stig. Limhamn Bunkeflo er í 11. sætinu með aðeins 4 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun