Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Svava Rós lagði upp mark í sigri

Svava Rós lagði upp seinna mark Kristianstad í sigri liðsins í dag.

Mynd/Kristianstadsbladet

Kristianstad, sem landsliðskon­urn­ar Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttir leika með, vann í dag góðan 2-0 sigur gegn Örebro í sænsku úrvalsdeildinni.

Svava Rós lék allan leikinn í framlínu Kristianstad og átti stoðsendingu í seinna marki liðsins á 72. mínútu en það var Evelina Duljan sem skoraði bæði mörkin fyrir Kristianstad í leiknum. Sif Atladóttir lék all­an leik­inn í hjarta varn­ar­inn­ar hjá Kristianstad.

Kristianstad siglir lygnan sjó í deildinni, er í 7. sætinu með 18 stig eftir 11 umferðir og er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Rosengård.

Anna Rakel Pétursdóttir kom ekki við sögu hjá Linköping sem lagði Gautaborg að velli, 1-0, og kom sér upp í annað sæti deildarinnar, en liðið er með jafnmörg stig og Rosengård í toppsætinu en með lakari markatölu.

Þá sat Andrea Thorisson allan tímann á varamannabekk Bunkeflo sem laut í lægra haldi fyrir Vittsjö, 3-0. Bunkeflo er næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 4 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun