Fylgstu með okkur:

Fréttir

Stytt­ist í end­ur­komu Kolbeins

Að sögn þjálf­ara AIK getur Kolbeinn byrjað að spila aftur innan nokkurra vikna.

Kolbeinn í leik með AIK um síðustu helgi. Mynd/Aftonbladet

Kolbeinn Sigþórsson getur brátt spilað aftur leik fyrir sænska liðið AIK en hann hefur misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu.

Kolbeinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir AIK þann 4. maí síðastliðinn þegar hann kom inn á sem varamaður og lék í 24. mínútur. Síðan þá hefur hann verið fjarverandi.

Að sögn Rik­ard Norling, þjálf­ara AIK, getur Kolbeinn byrjað að spila aftur innan nokkurra vikna.

„Hann er ekki tilbúinn eins og staðan er í dag en við mun­um taka stöðuna á hon­um bet­ur í næstu viku. Við þurf­um ekki að bíða í nokkra mánuði eft­ir því að sjá Kol­bein spila aft­ur,“ sagði Norling á fréttamannafundi.

AIK er sem stendur í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig að 11 umferðum loknum.

Heimild: Fótbolti.net

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir