Fylgstu með okkur:

Fréttir

Stytt­ist í end­ur­komu hjá Jóhanni Berg

Jóhann Berg mun bráðum geta byrjað að spila aft­ur með Burnley.

ÍV/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, er óðum að ná sér af meiðslum sem haldið hafa hon­um utan vall­ar síðustu vikurnar.

Jóhann Berg hefur verður frá keppni vegna kálfameiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni þann 25. ágúst síðastliðinn.

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að það styttist í endurkomu hjá Jóhanni Berg en segir þó að hann þurfi að ná heilli viku af æfingum áður en hann byrjar að spila með liðinu.

„Það er já og nei varðandi hann,“ sagði Dyche aðspurður hvort Jóhann Berg verði orðinn heill heilsu fyr­ir næsta leik. „Hann er orðinn heill heilsu, en er það raun ekki í þeim skilningi að hann hefur ekki æft mikið síðustu þrjár eða fjórar vikurnar.“

„Ég ræddi við Jóhann og fullvissaði hann um það að við setjum allt traust á það sem hann er gera. Hann hefur unnið sleitulaust við að ná fullum bata, en hann þarf heila viku þar sem hann æfir alla daga, svo líkaminn sé örugglega tilbúinn.“

Burnley situr í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 8 stig eftir sex umferðir. Liðið leikur næst við Aston Villa á útivelli næsta laugardag og Jóhann Berg gæti mögulega verið í leikmannahópi Burnley í þeim leik.

Lancashire Telegraph

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir