Fylgstu með okkur:

Fréttir

Stuðningsmenn CSKA Moskvu völdu Arnór besta leikmanninn í apríl

Arnór Sigurðsson var kosinn besti leikmaður mánaðarins hjá CSKA Moskvu í Rússlandi að mati stuðningsmanna félagsins.

ÍV/Getty

Arnór Sigurðsson varð hlutskarpastur í vali á besti leikmanni CSKA Moskvu í aprílmánuði í könnun á vef félagsins þar sem stuðningsmenn liðsins gátu valið þann leikmann sem þeim þótti standa uppúr í síðasta mánuði.

Arnór fékk 22% atkvæða í kosningunni og á eftir honum endaði markvörðurinn Igor Akinfeev og þá var lánsmaður Everton, Nikola Vlasic, í 3. sætinu.

Í síðustu viku var Arnór tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í Rússlandi en þar endaði hann í þriðja efsta sætinu.

Arnór spilaði alls fimm leiki og skoraði þrjú mörk í apríl, þar af tvö á móti Spartak Moskvu í nágrannaslag þann 6. apríl síðastliðinn og þá var hann einnig á skotskónum gegn Anzhi fyrir tveimur vikum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir