Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Stórtap hjá Rúnari í Sviss

Rúnar Már og samherjar hans í Grasshopper töpuðu stórt í Sviss í kvöld.

ÍV/Getty

Rúnar Már Sigurjónsson og samherjar hans í Grasshopper töpuðu stórt fyrir Young Boys, 6-1, í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúnar byrjaði leikinn og lék allan tímann.

Lið Rúnars Más, Grasshopper, er fallið úr efstu deildinni í Sviss þegar tvær umferðir eru eftir og mun á næstu leiktíð leika í B-deildinni þar í landi. Rúnar hefur sagt í fjölmiðlum að hann ætli sér að skipta um félag í sumar.

Young Boys var fyrir leikinn í kvöld búið að tryggja sér meistartitilinn í svissnesku deildinni og átti ekki í miklum erfileikum með Rúnar og félaga í kvöld. Young Boys skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og sömuleiðis þrjú mörk í þeim seinni. Eina mark Grasshopper kom eftir 63. mínútur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun