Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Stór­sig­ur Kristianstad

Svava Rós lék allan leikinn í fremstu víglínu Kristianstad þegar liðið vann stórsigur.

Mynd/Kristianstadsbladet

Kristianstad vann stórsigur á Kungsbacka, 5-0, í efstu deildinni í Svíþjóð í dag og lyfti sér með því upp fyrir lið Kopparbergs/Göteborg og í þriðja sæti deildarinnar.

Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn í fremstu víglínu Kristianstad. Sif Atladóttir lék ekki með liðinu.

Amanda Edgren, framherji Kristianstad, gerði sér lítið fyrir og skoraði heil fjögur mörk í leiknum. Edgren skoraði sín fyrstu tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Staðan 2-0 í hálfleik.

Rita Chikwelu skoraði þriðja mark Kristianstad áður en Edgren skoraði sín síðustu tvö mörk sem komu aðeins með tíu mínútna millibili. Lokatölur urðu því 5-0, Kristianstad í vil.

Þetta var þriðji sigur Kristianstad í röð og situr liðið nú í þriðja sætinu með 31 stig. Toppliðið Rosengård hefur fjögurra stiga forystu og á einnig leik til góða.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun