Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Stórkostlegur lokaleikur hjá Andreu í Austurríki

Andrea Mist gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu í lokaleik sínum í Austurríki.

Mynd/vn.at

Andrea Mist Pálsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu í lokaleik sínum með liðinu Vor­derland sem vann 5-2 sigur á Uni­on Klein­münchen í austurrísku úrvalsdeildinni í gær.

Vor­derland fór upp um tvö sæti með sigrinum í gær og er í 7. sæti austurrísku úrvalsdeildarinnar með 12 stig.

Andrea Mist var leika sinn síðasta leik fyrir Vor­derland í gær því hún er á heimleið til Akureyrar þar sem hún var á láni frá Þór/KA frá því í janúar.

Andrea mun hins vegar ekki klára leiktíðina með Þór/KA en hún heldur í ágúst til Bandaríkjanna í nám og mun þar spila með Arizona State há­skól­an­um í NCAA háskóladeildinni.

Hér að neðan er hægt að sjá svipmyndir úr leiknum í gær:

Heimild: mbl.is

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun