Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Stjörnum prýtt lið PSG fór illa með Dijon

Rúnar Alex og liðsfélagar hans í Dijon áttu aldrei von gegn stjörnum prýddu liði PSG í Frakklandi í kvöld.

ÍV/Getty

Paris Saint Germain fór illa með Rúnar Alex Rúnarsson og samherja hans í Dijon, 4-0, í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúnar Alex varði markið hjá Dijon í leiknum í kvöld.

Paris Saint Germain-liðið er löngu orðið franskur meistari en liðið er 16 stigum á undan Lille í 2. sæti deildarinnar. Liðið hefur gert 104 mörk á leiktíðinni og fjögur þeirra komu í kvöld. Ángel Di Maria gerði fyrsta mark liðsins á 3. mínútu, Édinson Cavani annað markið aðeins mínútu síðar og þá skoraði Kylian Mbappé síðustu tvö sitt hvorum megin við leikhlé.

Rúnar Alex og liðsfélagar í Dijon eru í 19. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, sem er fallsæti, og tveimur stigum frá umspilsfallsæti þegar aðeins ein umferð er eftir. Liðið verður að vinna Toulouse á heimavelli í síðustu umferðinni og vonast til þess að Caen, í 18. sætinu, tapi stigum til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun