Fylgstu með okkur:

Fréttir

Stefn­ir á að vera klár í næsta mánuði

Aron Einar ger­ir sér von­ir um að snúa aft­ur inn á völl­inn í byrjun næsta mánaðar.

Mynd/alarab.qu

Aron Einar Gunnarsson setur stefnuna á að vera klár í slaginn í byrjun næsta mánaðar.

Aron varð fyr­ir glæfralegri tæk­lingu í leik með liði sínu Al-Arabi í september og þurfti að gangast undir aðgerð á ökkla á sjúkrahúsi í Kat­ar.

Aron heils­ast vel eft­ir aðgerðina og ger­ir sér von­ir um að snúa aft­ur inn á völl­inn þann 2. janúar næstkomandi þegar Al-Arabi á leik í katörsku úr­vals­deild­inni.

„Ég er á góðu rólu og planið er að byrja að spila 2. janúar. Það er leikur í deildinni þá. Ég er byrjaður að hlaupa úti á grasi og það byrjar mjög vel. Það er bara að koma sér í form núna,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í dag.

Mynd/alarab.qu

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir