Fylgstu með okkur:

Fréttir

Stefan Alexander til lettnesku meist­ar­anna

Stefan Alexander er orðinn leikmaður lettneska meistaraliðsins FC Riga.

Mynd/@rigafootballclub

Framherjinn stóri og stæðilegi, Stefan Alexander Ljubicic, er genginn til liðs við lettneska meistaraliðið FC Riga. Þetta var til­kynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Stefan lék 8 leiki með Grindvíkingum í Pepsi Max-deildinni í sumar en var áður hjá enska liðinu Brighton Hove & Albion. Þar lék hann með unglinga- og varaliðum en var á lánssamningi á síðustu leiktíð hjá Eastbourne Borough í ensku Vanarama-deildinni.

FC Riga varð fyrr í mánuðinum lettneskur meist­ari annað árið í röð en deildarkeppnin í Lettlandi hefst að nýju í mars á næsta ári.

Stefan, sem er 20 ára, á að baki samtals 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir