Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Stefan Alexander skoraði sitt fyrsta mark fyrir Eastbourne Borough – Sjáðu markið

Stefan Alexander Ljubicic skoraði sitt fyrsta mark fyrir Eastbourne Borough.

Stefan í leik með U21 árs liði Íslands gegn Írlandi fyrir einu ári síðan. ÍV/Getty

Stefan Alexander Ljubicic skoraði um helgina sitt fyrsta mark fyrir Eastbourne Borough í ensku Vanarama-deildinni.

Stefan, sem er 19 ára, er á lánssamningi hjá félaginu frá Brighton & Hove Albion.

Eastbourne Borough var að spila við Chelmsford á laugardaginn og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Stefán skoraði því eina mark liðsins, sem kom eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Stefan á að baki samtals 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Danny Bloor, þjálfari Eastbourne Borough, hrósaði Stefan í viðtali eftir leikinn.

„Það var frábært fyrir Stefan að skora sitt fyrsta mark fyrir liðið. Hann hefur lagt mikið á sig á æfingum með liðinu og það var mjög gaman að sjá hann skora,“ sagði þjálfari hans eftir leikinn á laugardaginn.

Mark hans í leiknum má sjá hér að neðan

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið