Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Start í úr­slit um sæti í efstu deild

Start mun leika til úrslita í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni að ári.

Mynd/Start

Start, með Aron Sigurðarson innanborðs, mun koma til með að leika til úrslita í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næsta ári, eftir sigur 1-0 heimasig­ur á KFUM í dag.

Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og það reyndist sigurmarkið. Aron byrjaði hjá Start en var tekinn af velli í uppbótartíma.

Start mun mæta liðinu sem endar í 14. sæti norsku úrvalsdeildarinnar heima og að heim­an. Keppni í norsku úrvalsdeildinni lýkur í dag en þar koma sex lið til greina sem andstæðingar Start um laust sæti í deild þeirra bestu.

Aron hefur verið afar mikilvægur fyrir Start á leiktíðinni en hann hefur komið að 26 mörkum, skorað þrettán mörk og lagt upp önnur þrettán. Start endaði í þriðja sætinu í norsku 1. deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun