Fylgstu með okkur:

Fréttir

Southend United fær Patrik að láni

Enska C-deildarliðið Southend United hef­ur náð sam­komu­lagi við Brentford um að fá Patrik að láni í eina viku.

Mynd/Brentford

Enska C-deildarliðið Southend United hef­ur fengið Patrik Sigurð Gunnarsson lánaðan frá Brentford í eina viku. Frá þessu er greint á heimasíðu Southend United í kvöld.

Patrik, sem er 19 ára gamall markvörður, kemur til Southend United vegna meiðslavandræða liðsins en þar er aðalmarkvörðurinn Mark Oxley frá vegna meiðsla og þeir sem eru honum til halds og traust leika unglingaliðum félagsins. Sol Campbell er knattspyrnustjóri Southend United og Hermann Hreiðarsson er aðstoðarþjálfari liðsins.

Patrik gekk í raðir Brentford frá Breiðabliki sumarið 2018 og lék einn leik með liðinu í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar sem hann kom inn á sem varamaður. Patrik verður klár í slaginn þegar Southend United tekur á móti Burton Albion í ensku C-deildinni á laugardaginn. Southend United er næstneðsta sæti deildarinnar eftir 32 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir