Fylgstu með okkur:

Fréttir

Solskjær vildi fá Rúnar Má til Molde

Ole Gunnar Solskjær hafði áhuga á að fá Rúnar Má til sín þegar hann stýrði Molde í Noregi.

Solskjær mætir Rúnari Má og félögum hans í Evrópudeildinni á morgun. ÍV/Getty

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi fá Rúnar Má Sigurjónsson til sín þegar hann var stjóri Molde í Noregi. Frá þessu greindi Solskjær í samtali við miðilinn Prosports frá Kasakstan fyrr í dag.

Rúnar Már leikur með Astana í Kasakstan og spilar á morgun með liði sínu sem fer í heimsókn til Manchester United á Old Trafford í Evrópudeildinni. Prosports fylgir Astana-liðinu alla leið til Englands og náði í dag tali af Solskjær.

„Við höfum fylgst með síðustu leikjum Astana, sérstaklega leikjunum þeirra í Evrópudeildinni. Liðið er sterkt á heimavelli og það er með góða leikmenn. Ég kannast við Rúnar Má í liðinu, því við vildum fá hann til okkar í Molde þegar ég stýrði liðinu,“ sagði Solskjær.

Solskjær stýrði liði Molde frá ár­inu 2015 og fram til loka síðasta árs en var einnig við stjórn­völ­inn hjá fé­lag­inu frá 2011-14. Eiður Smári Guðjohnsen lék undir stjórn Solskjær fyr­ir þremur árum.

Solskjær hafði því augastað á Rúnari Má þegar hann spilaði í Sviss þar sem hann lék undanfarin þrjú ár með liðunum Grasshopper og St. Gallen.

Rúnar Már yfirgaf Grasshopper í sumar og gekk í raðir Ast­ana á frjálsri sölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir