Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Skoraði af löngu færi í sigri á Blik­um – Myndband

Ísak Bergmann skoraði af löngu færi í sigri Norrköping á Blikum í æf­inga­leik liðanna í Svíþjóð.

Mynd/ifknorrkoping.se

Ísak Bergmann Jóhannesson var í gær á skotskónum með liði sínu Norrköping í æfingaleik þegar liðið mætti Breiðabliki í æfingaleik í Svíþjóð. Norrköping sigraði leikinn 4-2.

Ísak Bergmann, sem er 16 ára gamall, skoraði fyrsta markið í leiknum með skoti af löngu færi strax á fimmtu mínútu leiksins.

Ísak Berg­mann gekk í raðir Norr­köp­ing frá ÍA á síðasta ári og lék einn deildarleik í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Ísak þykir gríðarlegt efni og honum er líklega ætlað talsvert stærra hlutverk á þessu ári hjá Norrköping.

Markið hans Ísaks í gær er hér að neðan, en BlikarTV hefur tekið saman myndband með svipmyndum frá leiknum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið