Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Skell­ur hjá Böðvari og sam­herj­um

Böðvar og samherjar hans fengu stóran skell gegn toppliðinu í pólsku úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Toppliðið Legia Warszawa vann sannfærandi sigur á Jagiellonia Bialystok, liði Böðvars Böðvarssonar, í pólsku úrvalsdeildinni í dag. Böðvar var mættur í byrjunarlið Jagiellonia Bialystok og hann lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.

Legia Warszawa reyndist Jagiellonia Bialystok of stór biti, en leiknum lauk með 4-0 sigri Legia Warszawa.

Jagiellonia Bialystok er í 9. sæti deildarinnar eftir 23 leiki og hefur 30 stig, aðeins stigi frá því að komast í efri hlutann. Sjö umferðir eru eft­ir í deilda­keppn­inni áður en henni verður skipt í tvennt, þar sem átta lið verða í efri hlut­an­um og jafn­mörg í þeim neðri.

Theodór Elmar Bjarnason lék fyrri hálfleikinn fyrir Akhisarspor í 2-0 tapi gegn Karagumruk í tyrknesku B-deildinni. Akhisarspor er í 8. sæti deildarinnar, en efstu tvö sæt­in gefa sæti í efstu deild á meðan 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið.

Aron Bjarnason var allan tímann á varamannabekknum hjá Újpest í 1-0 útisigri liðsins gegn Kaposvari í efstu deildinni í Ungverjalandi. Újpest er í 7. sæti.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Kaiserslautern er liðið gerði markalaust jafntefli við Zwickau í þýsku C-deildinni. Kaiserslautern er í 14. sæti. Þá sat Kolbeinn Birgir Finnsson allan tímann á varamannabekknum hjá U23 ára liði Dortmund í 2-2 jafnteflisleik liðsins gegn VfB Homberg í þýsku D-deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun