Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sjálfs­mark tryggði Start sigur

Íslendingaliðið Start vann útisigur í norsku 1. deildinni í kvöld.

Mynd/bt.no

Íslendingaliðið Start vann 1-0 útisigur gegn Sogndal í 9. umferð norsku 1. deildarinnar í kvöld.

Sjálfsmark réði úrslitunum í leiknum en Per-Magnus Steiring, varnarmaður Sogndal-liðsins, varð fyrir því óhappi að skora í eigið mark eftir klukkutíma leik.

Aron Sigurðarson spilaði allan leikinn fyrir Start í kvöld og Kristján Flóki Finnbogason lék síðasta korterið fyrir liðið. Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson stýrir liðinu.

Aron fékk gott tækifæri til að bæta við marki fyrir Start í síðari hálfleiknum en tókst ekki að nýta það. Lokatölur í leiknum urðu 1-0, Start í vil.

Þetta var þriðji deildarsigur Start í röð og liðið skaust upp í þriðja sæti deildarinnar og er nú með 28 stig.

Efstu tvö sæt­in í norsku 1. deildinni gefa sæti í efstu deild á næstu leiktíð á meðan 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun