Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sjáðu markið: Ari Freyr skoraði flott mark í sigri Lokeren

Ari Freyr var á skotskónum með liði sínu Lokeren sem vann sigur í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

ÍV/Getty

Ari Freyr Skúlason skoraði með liði sínu Lokeren sem vann 3-1 sigur á Cercle Brugge í lokaumferð belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Am­ine Benchaib og Jose Ceval­los gerðu fyrstu tvö mörk Lokeren í leiknum, áður en Ari Freyr skoraði það þriðja fyrir liðið, sem kom á 39. mínútu leiksins.

Cercle Brugge minnkaði síðan muninn niður í tvö mörk með marki frá Gakpe á 69. mínútu.

Lokeren endar í neðsta sæti deildarinnar og er því fallið niður um deild. Liðið fékk aðeins 20 stig í 30 leikjum á leiktíðinni.

Ari var í kvöld að öllum líkindum að leika sinn síðasta leik fyrir Lokeren. Hann stefnir á að finna sér nýtt félag til að leika með á næstu leiktíð.

Ari hefur verið orðaður við ríkjandi Íslandsmeistara Vals en sjálfur hefur hann sagt að það sé ekki áhugi fyrir því að snúa aftur til Íslands í bráð.

Ari var síðasta fimmtudag valinn í landsliðhóp Íslands sem spilar við Andorra næsta föstudag og Frakkland aðeins þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Mark hans í leiknum má sjá hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið