Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Sjáðu glæsi­mark Jóns Dags

Jón Dagur skoraði í dag stór­glæsi­legt mark fyrir AGF.

Mynd/jyllands-posten.dk

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark fyrir AGF frá Árósum sem vann 4-2 sigur á SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Dagur skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs upp í vinkilinn.

AGF er í 4. sæti deild­ar­inn­ar með 26 stig eftir 16 umferðir. Jón Dagur hefur nú skorað fjögur mörk fyrir AGF á leiktíðinni.

Markið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið