Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigurmark í lokin hjá Matthíasi og félögum

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliðinu hjá Vålerenga þegar liðið tryggði sér sigur í uppbótartíma.

Mynd/Vålerenga 

Matthías Vilhjálmsson og samherjar hans í Vålerenga unnu í kvöld góðan 1-0 heimasigur á Odds Ballklubb í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías lék sem fremsti maður Vålerenga í leiknum og var tekinn af velli á 77. mínútu.

Eina mark leiksins leit dagsins ljós þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma í seinni hálfleik. Aron Dønnum skoraði þar með skoti í neðra hægra hornið í erfiðu færi.

Þetta var sjötti leikur Vålerenga á leiktíðinni og Matthías hefur spilað í þeim öllum. Hann hefur skorað tvö mörk og þá á eina stoðsendingu.

Matthías og félagar eru í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 10 stig.

Andri Rúnar og Kolbeinn ekki í hóp og Emil sat á bekknum

Andrir Rúnar Bjarnason glímir enn við meiðsli í kálfa og var ekki í leikmannahópi Helsingborg sem tapaði stórt fyrir Östersunds, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Helsingborg er í 13. sæti deildarinnar með 7 stig.

Kolbeinn Sigþórsson var þá sömuleiðis ekki í leikmannahópi AIK sem tapaði 3-0 gegn Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolbeinn gekk til liðs við AIK í lok síðasta mánaðar en hann hefur ekkert komið við sögu í fyrstu leikjum liðsins í deildinni. AIK er í 9. sæti með 8 stig.

Emil Hallfreðsson var í kvöld í þriðja skiptið í röð á varamannabekknum hjá Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni. Udinese var að spila við Atalanta sem skoraði tvívegis á síðustu mínútunum og vann leikinn 2-0. Udinese er í 17. sæti deildarinnar með 34 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun