Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigurmark í lokin hjá Guðlaugi Victori og félögum

Flottur útisigur í dag hjá Guðlaugi Victori og samherjum hans í Darmstadt.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt unnu í dag góðan 0-1 útisigur á Magdeburg í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur var allan tímann á miðjunni hjá Darmstadt í leiknum.

Eina mark leiksins leit dagsins ljós þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 0-1 útisigur hjá Darmstadt

Darmstadt er svo gott sem búið að losa sig við falldrauginn í deildinni og leikur nokkuð örugglega í sömu deild á næstu leiktíð. Liðið er um miðja deild, í 11 sæti með 36 stig. Andstæðingur liðsins í dag, Magdeburg, er í umspilsfallsæti deildarinnar með níu stigum minna.

Rúrik Gíslason spilaði þá ekki í dag með liði sínu Sandhausen sem vann 3-1 heimasigur á Dynamo Dresden í deildinni. Rúrik glímir við smávægileg kálfameiðsli sem heldur honum frá keppni í nokkra daga.  Uwe Koschineat, þjálfari Sandhausen, vonast til þess að hann geti spilað með liðinu í sannkölluðum fallslag gegn Duisburg um næstu helgi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun