Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sig­ur­mark Dijon í blá­lok­in

Rúnar Alex og samherjar í Dijon eru komn­ir áfram í átta liða úr­slit frönsku bik­ar­keppn­inn­ar.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í franska liðinu Dijon eru komnir áfram í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar en þeir báru í kvöld sigur úr býtum gegn FC de Limonest, 2-1, eft­ir fram­lengd­an leik í 16-liða úrslitum keppninnar.

Rúnar Alex fékk tækifæri hjá Dijon í leiknum og stóð allan tímann á milli stanganna hjá liðinu.

Limonest-liðið náði forystunni fljótlega í síðari hálfleik en rétt rúmum fimm mínútum síðar jafnaði Jhonder Cadiz metin fyrir Dijon.

Lokatölur urðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar, þar sem Dijon hafði betur með því að skora í blálokin, á 121. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Stephy Mavididi.

Rúnar Alex er yfirleitt varamarkmaður Dijon og hefur Alfred Gomis verið í marki Dijon upp á síðkastið. Liðið er í 17. sæti í frönsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á undan Amiens sem er í fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun