Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sig­ur­mark CSKA í upp­bót­ar­tíma

CSKA Moskva er komið í 8-liða úrslit rússnesku bikarkeppninnar eftir sigur í dag.

Mynd/gazeta.ru

CSKA Moskva vann 1-0 sigur í blálokin á Ufa í 16-liða úrslitunum rússnesku bikarkeppninnar í dag.

Arnór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir CSKA á meðan Hörður Björgvin Magnússon sat á varamannabekknum.

Skipt­ing­ CSKA í síðari hálfleik skipti sköpum en varamaðurinn Jaka Bijol skoraði sigurmark liðsins þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þar með er CSKA komið í 8-liða úr­slit keppninnar.

CSKA mun annað hvort mæta grönnum sínum í Spartak Moskvu eða Íslendingaliðinu Rostov í 8-liða úrslitunum en þau lið mætast innbyrðis á morgun.

Í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi var Willum Þór Willumsson hvergi sjáanlegur í leikmannahópi BATE Borisov þegar liðið vann 1-0 útisigur á Dnyapro. BATE er í öðru sæti deildarinnar eftir 25 leiki með 58 stig, níu stigum á eftir toppliði Brest, sem hefur spilað einum leik meira.

Þá var Rúnar Már Sigurjónsson ekki í leikmannahópi Astana sem sigraði Okzhetpes, 1-0, í efstu deildinni í Kasakstan. Rúnar tognaði í leik með landsliðinu á dögunum en snýr líklega aftur á völlinn í næsta mánuði. Með sigrinum fór Astana á topp deildarinnar og er með 66 stig eftir 31 umferð.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun