Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigurmark á síðustu stundu hjá Rúrik og félögum

Rúrik og félagar hans í Sandhausen unnu dramatískan sigur í þýsku B-deildinni í dag.

ÍV/Getty

Sandhausen vann dramatískan 1-2 útisigur á Ingolstadt í fallbaráttuslag í þýsku B-deildinni í dag. Rúrik Gíslason leikur með Sandhausen og hann lék allan leikinn.

Heimamenn í Ingolstadt komust yfir eftir 12. mínútna leik og fóru með forystu inn í leikhlé.

Sandhausen jafnaði síðan metin þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Allt stefndi í 1-1 jafntefli en Andrew Wooten, liðsfélagi Rúriks, skoraði laglegt mark í uppbótartíma sem tryggði Sandhausen mikilvægan sigur í fallbaráttunni í deildinni. Afgreiðsla Wooten var einstaklega góð en hann lyfti knettinum laglega yfir markvörð Ingolstadt eftir að hafa fengið flotta stungusendingu.

Rúrik og félagar hans í Sandhausen voru í dag að vinna sinn þriðja leik í röð. Fyrr í mánuðunum komst liðið upp úr síðasta sæti deildarinnar eftir að hafa unnið 0-1 útisigur gegn Magdeburg og fyrir tveimur vikum vann liðið flottan 4-0 heimasigur gegn St. Pauli.

Sandhausen er því ekki lengur í fallsæti. Liðið situr í 15. sæti með 26 en aðeins tveimur stigum meira en Magdeburg sem er í fallumspilssæti. Sjö umferðir eru eftir af deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun