Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sig­ur­ganga Wolfsburg stöðvuð á heimavelli

Sig­ur­ganga Wolfsburg í þýsku Bundesligunni var stöðvuð þegar Bayern München kom í heimsókn og náði í jafntefli.

ÍV/Getty

Bayern München stöðvaði sigurgöngu Wolfsburg í þýsku Bundesligunni í dag þegar liðið urðu að sættast á skiptan hlut á heimavelli Wolfsburg, 1-1.

Sara Björk Gunnarsdóttir var að venju í byrjunarliði Wolfsburg og lék allan tímann.

Alexandra Popp kom Wolfsburg yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik og var staðan í leikhléi 1-0.

Þegar líða tók á síðari hálfleikinn tókst Bayern München að jafna metin á 77. mínútu með marki frá Mandy Islacker. Lokatölur urðu 1-1.

Fyrir leikinn hafði Wolfsburg unnið alla fyrstu níu leiki sína í deildinni en liðið trónir enn á toppnum að tíu umferðum loknum með 28 stig, þriggja stiga forskot á Hoffenheim sem er í öðru sæti. Bayern München situr í þriðja sæti með 22 stig.

Sandra María Jessen lék fyrri hálfleikinn með liði sínu Bayer Leverkusen sem tapaði fyrir Köln í miklum markaleik, 4-3.

Bayer Leverkusen er í 9. sæti deildarinnar með 9 stig, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Þá kom Rúrik Gíslason inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar Sandhausen gerði 1-1 jafntefli við Arminia Bielefeld í þýsku B-deildinni.

Sandhausen er í 7. sæti með 18 stig eftir 14 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun