Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sig­ur í fyrsta leik Kolbeins í byrj­un­arliði

Kolbeinn Sigþórsson var í fyrsta sinn í byrj­un­arliði AIK þegar liðið vann 1-0 sig­ur í dag.

Kolbeinn í leik með AIK. Mynd/Aftonbladet

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK í fyrsta sinn í dag þegar liðið heimsótti Kalmar FF í 14. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

AIK komst yfir snemma í seinni hálfleik eftir aukaspyrnu utan af velli þar sem Karol Mets náði að halda boltanum inn á vellinum og gaf sendingu á Chinedu Obasi sem skallaði knöttinn í mark heimamanna. Þetta reyndist eina mark leiksins og lokatölur því 1-0 fyrir AIK.

Kolbeinn fór af velli á 71. mínútu leiksins, en AIK krækti þarna í góð þrjú stig og fór með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með 28 stig og er nú þremur stigum á eftir toppliði Malmö.

AIK leikur næst við Ar­arat-Armenia frá Armeníu í undan­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar.

Kolbeinn var í dag að leika sinn þriðja leik fyrir AIK í sænsku úrvalsdeildinni en hann gerði samning við félagið út árið 2021 í síðastliðnum marsmánuði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun