Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sig­ur í fyrsta leik Jóns Daða í byrj­un­arliði

Jón Daði var í fyrsta sinn í byrj­un­arliði Millwall þegar liðið hrósaði sigri í enska deildabikarnum í kvöld.

Jón Daði í leiknum í kvöld. ÍV/Getty

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið heimsótti West Bromwich Albion í 1. umferð enska deildabikarsins í kvöld.

West Bromwich Albion komst yfir snemma leiks með marki frá Charlie Austin eftir níu mínútna leik en Tom Bradshaw jafnaði metin fyrir Millwall á 28. mínútu. Staðan 1-1 í hálfleik.

Eftir tíu mínútur í síðari hálfleiknum skoraði Aiden O’Brien sigurmarkið fyrir Millwall. Jón Daði lék allan leikinn fyrir Millwall í kvöld.

Millwall mæt­ir Oxford úr ensku C-deild­inni í næstu um­ferð deildabikarsins.

Þá sat Patrik Sigurður Gunnarsson á varamannabekknum hjá Brentford þegar liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir D-deildarliðinu Cambridge United í vítaspyrnukeppni, 4-5, en staðan eft­ir venju­leg­an leiktíma var 1-1.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun