Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigur hjá Victori og félögum

Guðlaugur Victor Pálsson var í dag í byrjunarliðinu hjá Darmstadt sem vann 3-2 sigur á Holstein Kiel í þýsku B-deildinni.

ÍV/Getty

 

Guðlaugur Victor Pálsson var í dag í byrjunarliðinu hjá Darmstadt sem vann 3-2 sigur á Holstein Kiel í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðjunni og eftir sigurinn er liðið hans búið að færa sig enn ofar í stigatöflunni, en liðið situr nú í 12. sæti deildarinnar, með alls 29 stig.

Darmstadt er gott sem búið að koma sér frá fallsvæðinu í deildinni, en liðið er með átta stig meira en liðið sem situr í 16. sæti deildarinnar, sem er umspilssæti þar sem skorið verður úr hvaða lið falla niður um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun