Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigur hjá Söru Björk og félögum

Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg endurheimtu efsta sætið með 2-3 sigri í dag.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir lék all­an leik­inn í útisigri Wolfsburg á Freiburg í þýsku Bundesligunni í dag. Loka­töl­ur urðu 2-3.

Heimakonur í Freiburg komust yfir snemma leiks en Wolfsburg jafnaði skömmu síðar og staðan í leikhléi var 1-1.

Sara og stöllur hennar í Wolfsburg skoruðu síðan tvö mörk í seinni hálfleiknum. Freiburg skoraði að lokum sárabótamark og minnkaði muninn í 2-3 í uppbótartíma.

Wolfsburg endurheimti efsta sæti deildarinnar með þessum sigri. Liðið er með 41 stig þegar sex umferðir eru eftir af deildinni. Bayern Munchen er með jafn mörg stig, í öðru sæti deildarinnar, en Wolfsburg er með mun betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun